Björgunarskipið Gunnar Friðriksson í slipp á Húsavík

2292. Gunnar FRiðriksson í slipp á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000.

Hér gefur að líta björgunarskipið Gunnar Friðriksson í slipp á Húsavík þann 11. október árið 2000.

Ekki man ég nú hvaða erindi hann átti en samkvæmt samtímaheimildum áttu Ísfirðigar von á nýjum Gunnari Friðrikssyni til heimahafnar þann 30. september þetta haust.

Og í fréttinni kom jafnframt fram að sá Gunnar sem er á myndinni hafi verið seldur til Noregs. Spurning hvort slipptakan hafi tengs því.

Gunnar Friðriksson var tæplega 30 tonn, smíðaður úr áli í Þýskalandi árið 1969 en keyptur þaðan árið 1997.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd