
Huginn VE 55 liggur hér við bryggju í Krossanesi við Akureyri á síðustu öld en hann kom nýr til heimahafnar í Vestmannaeyjum 30. janúar árið 1975.
Huginn var smíðaður hjá Baatservice Verft A/S, í Mandal í Noregi, smíðanúmer 617, og var nr. tvö í raðsmíði fjögurra skipa hjá stöðinni fyrir íslenska útgerðaraðila.
Eigandi skipsins var Huginn h.f í Vestmannaeyjum sem gerði það út til ársins 2001 er nýr Huginn VE 55 leysti það af hólmi.
Huginn var yfirbyggður árið 1976 og gekk í gegnum ýmsar breytingar í gegnum tíðina en sú viðamesta var 1996 þegar hann var m.a lengdur um rúma átta metra.
Huginn, sem var þarna orðinn VE 65, var seldur til Rússlands í árslok 2002.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.