Geir KE 1

1321. Geir KE 1 ex Bjarmi BA 326. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Geir KE 1 kemur hér að landi í Grindavík vorið 2009 en hann stundaði dragnótaveiðar.

Báturinn var smíðaður í Vestnes í Noregi árið 1969 og hér Bye Senior þegar hann var keyptur til landsins árið 1973. Þá fékk hann nafnið Reynir GK 177 sem hann bar til ársins 1991 er hann fékk nafnið Júlíus ÁR 111.

1995 fær hann nafnið Júlísu Ívar KE 85 og síðar ÍS 193 en árið 1998 fékk hann nafnið Bjarmi BA 326.

Bjarmi fór í miklar breytingar hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi þar sem hann var m.a lengdur um sjö metra og skipt um brú á honum. Um breytingarnar má lesa hér.

Árið 2009 fær báturinn það nafn sem hann ber á myndinni en ári síðar heitir hann Stormur. Fyrst BA 177, síðar SH 177 og að lokum HF 27.

Frá árinu 2014 hefur báturinn heitið Guðmundur Jensson SH 717 og er með heimahöfn í Ólafsvík.

Annars er miðinn frá Hauk svona:

1321….Reynir GK 177…. TF-GZ. IMO: 6927248. MMSI: 251405110. Skipasmíðastöð: Brastad Shipsbyggery. Vestnes. Noregi 1969. 2022 = Brl: 162. BT: 222. NT: 67. ML: 33,86. SL: 31,35. B: 6,40. D: 5,70. Mótor 1969 Caterpillar 421 kw. 573 hö. Ný vél 1988 Caterpillar 526 kw. 715 hö. Bye Senior. Útg: ? Norge. (1969 – 1973). ( Seldur til Íslands 18.07.1973.) Reynir GK 177. Útg: Ólafur Jónsson o.fl. Reykjavík. (1973 – 1982). Reynir GK 177. Útg: Grétar Haraldsson o.fl. Reykjavík.(1982 – 1989). Reynir GK 177. Útg: Sandnes s.f. Sandgerði. (1989 – 1991). Júlíus ÁR 111. Útg: Miðnes h.f. Sandgerði. (1991 – 1992). Júlíus ÁR 111. Útg: Skagstrendingur h.f. Skagaströnd. (1992 – 1993). Jóhannes Ívar KE 85. Útg: Ísnes h.f. Keflavík. (1993 – 1994). Jóhannes Ívar KE 85. Útg: Hólmar V. Gunnarsson. Þorlákshöfn.(1994 – 1995). Jóhannes Ívar ÍS 193. Útg: Ísnes h.f. Keflavík. (1995 – 1997). Jóhannes Ívar IS 193. Útg: Útgerðarfélagið Tálkni ehf. Flateyri. (1997 – 1998). Bjarmi BA 326. Útg: Útgerðarfélagið Tálkni ehf. Flateyri. (1998 – 2001). Bjarmi BA 326. Útg: Þorbjörn tálkni ehf. Tálknafirði. (2001 – 2006). Bjarmi BA 326. Útg: Fiskeldistækni ehf. Kópavogi. (2006 – 2009). Geir KE 1. Útg: Fiskeldistækni ehf. Kópavogi. (2009 – 2010). Stormur BA 777. Útg: B og E ehf. Álftanesi. (2010 – 2011). Stormur BA 177. Útg: B og E ehf. Álftanesi. (2011 – 2012). Stormur SH 177. Útg: B og E ehf. Álftanesi. (2012 – 2013). Stormur HF 27. Útg: Stormur Seafood ehf. Hafnarfjörður.(2013 – 2014). Guðmundur Jensson SH 717. Útg: Guðmundur ehf. Ólafsvík. (2014 – 2023).

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd