Reykjaborg RE 25

1468. Reykjaborg RE 25 ex Rögnvaldur SI 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Reykjaborg RE 25 liggur hér við bryggju í Keflavík eitt haustið og hinum megin við bryggjuna er Guðbjörg GK 517.

Báðir Vararbátar sem smíðaðir voru fyrir Grenvíkinga.

 Reykjaborg hét upphaflega Sigrún ÞH 169 og var í eigu Sævars h/f á Grenivík. Báturinn var smíðaður árið 1976 en 1978 var hann seldur til Siglufjarðar þar sem hann fær nafnið Rögnvaldur SI 77.

Haustið 1980 var Rögnvaldur seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Reykjaborg RE 25.

Reykjaborg fær nafnið Von BA 33 1998, ári síðar heitir hann Hrímnir ÁR 51 með heimahöfn á Eyrarbakka. Í apríl árið 2003 fær hann nafnið Harpa GK 40 og árið 2005 fær hann nafnið Björgvin ÍS 468. 

Sumarið 2007 kaupir Gentle Giants á Húsavík bátinn og nefnir Sylvíu sem hefur upp frá því siglt með ferðamenn á hvalaslóðir Skjálfandaflóa.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd