Bátalónsbátar á Norðfirði

1791. Hafdís NK 50 – 1862. Inga NK 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Þegar minnst er á Bátalónsbáta koma yfirleitt fyrst upp í hugann 11 tonna trébátarnir en hér liggja tveir Bátalónsstálbátar við bryggju á Norðfirði.

Þetta var sumarið 2004 en sá blái hét upphaflega Máni ÍS 54 frá Þingeyri og þegar þarna var komið við sögu bar hann nafnið Hafdís NK 50. Báturinn bar nokkuð mörg nöfn í gegnum tíðina en hans síðasta var  Guðjón Arnar ÍS 708 með heimahöfn á Flateyri.

Hann var einn bátanna sem skemmdust í snjóflóðinu á Flateyri árið 2020 og var hann dæmdur ónýtur eftir það.

Sá rauði, Inga NK 4, hét upphaflega Hafrún II ÍS 365 frá Bolungarvík en báðir bátarnir voru smíðaðir árið 1987. Hafrún hefur einnig borið nöfnin Sæbjörn ÍS 121 og Ragnar Þorsteinsson ÍS 121 en það nafn ber hann í dag og er með heimahöfn í Súðavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd