Helga Sigmars NS 6

1848. Helga Sigmars NS 6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Helga Sigmars NS 6 var smíðuð í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987.

Hún var gerð út fá Seyðisfirði til ársins 1999 er hún var seld til Grímsyejar og fékk nafnið Sæbjörg EA 184. Báturinn var lengdur árið 1997 og mældist eftir það 15 brl. að stærð.

Frá Grímsey fór báturinn til Grenivíkur árið 2007 og þar var honum gefið nafnið Sjöfn EA 142. Sjöfn var seld í Stykkishólm árið 2016 og varð SH 707.

Frá árinu 2021 hefur báturinn heitið Sjöfn SH 4 og áfram með heimahöfn í Stykkishólmi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd