Völusteinn NS 116

1921. Völusteinn NS 116. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Völusteinn NS 116 sem var 9,9 brl. að stærð, var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1988 og var þessi mynd tekin ári síðar.

Árið 1993 var Völusteinn seldur til Siglufjarðar þar sem hann fékk nafnið Guðrún Jónsdóttir SI 155. Ekki stoppaði hann lengi á Siglufirði því ári síðar var báturinn seldur til Grímseyjar þar sem hann fékk nafnið Þoreifur EA 88.

Þaðan var hann gerður út í níu ár en árið 2005 leysti stærri Þorleifur EA 88 hann af hólmi. Báturinn hafði verið lengdur árið 1998 og mældist eftir það tæplega 12 brl./20 BT að stærð.

Árið 2005 fékk báturinn nafnið Hringur GK 18 og síðar sama ár Leifur EA 87. Frá árinu 2006 hefur báturinn heitið Rán GK 91, Grindavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd