
Fífill GK 54 var smíðaður árið 1967 í Noregi fyrir Einar Þorgilsson & co hf. í Hafnarfirði.
Nánar tiltekið hjá Kaarbös Mekaniske Verksted í Harstad.
Fífill GK 54 var 347 brl. að stærð búinn 900 hestafla Wichmann aðalvél. Árið 1974 var skipið lengt og yfirbygg og mældist þá 331 brl. að stærð. 1979 var skipt um aðalvél og kom 1350 hestafla Wichmann í stað þeirrar sem fyrir var.
Í byrjun árs var Fífill GK 54 seldur Faxamjöli hf. i Reykjavík og fékk hann nafnið Faxi RE 241.
Meira af Faxa síðar.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution