Geisli SK 66

7443. Geisli SK 66 ex Katrín ÞH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Katrín SK 66 frá Hofsósi kemur hér að landi á Dalvík um helgina en báturinn tók þátt í sjóstangveiðimóti sem þar fór fram.

Geisli, sem gerður er út af Geislaútgerðinni ehf. hét upphaflega Ósk HF 860 og var smíðaður árið 1996 í Bátasmiðju Guðumundar í Hafnarfirði.

Árin 2002 til 2005 hét báturinn Katrín ÞH 10 og var með heimahöfn á Húsavík.

Frá árinu 2005 hefur báturinn heitið Geisli SK 66.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd