
Grímseyjarbáturinn Hafaldan EA 190 kemur hér að landi á Dalvík í dag en báturinn tók þátt í sjóstangveiðimóti um helgina.
Báturinn hét upphaflega Hópsnes GK 118 og var smíðaður árið 1998 fyrir Stakkavík í Grindavík.
Smíðin fór fram í Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirði en báturinn var af gerðinni Víkingur 800.
Í dag er eigandi hans og útgerðaraðili AGS ehf. en áður var eigandi Sigurbjörn ehf. sem keypti bátinn til Grímseyjar árið 1999. Þá fékk hann nafnið Konráð EA 90 en þegar nýr Konráð var keyptur haustið 2012 fékk þessi nafnið Konráð eldri EA 190 um tíma.
Í ársbyrjun 2013 fékk báturinn nafnið Hafaldan EA 190 sem hann ber enn þann dag í dag. Báturinn var lengdur árið 2004 og um leið skipt um vél. Hann mælist 10,95 metrar að lengd og 10,31 BT að stærð.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution