Vilborg ÞH 11

1432. Vilborg ÞH 11 ex Þórey ÞH 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vilborg ÞH 11 kemur hér úr línuróðri um árið en Hreiðar Jósteinsson gerði hana út frá Húsavík.

Báturinn sem lengi hét Von ÞH 54 var smíðaður í Neskaupstað árið 1975. Hann er  6 brl. að stærð og hét upphaflega Þórey NK 13 og síðan Þórey ÞH 11 frá Þórshöfn á Langanesi.

Þórey var keypt til Húsavíkur árið 1982 þar sem hún fékk nafnið Vilborg ÞH 11. 

Sigurður Kristjánsson á Húsavík eignaðist síðan bátinn vorið 1991 og nefndi Von ÞH 54. Vonina gerði hann út til ársins 2016.

Báturinn ber nafnið Iða ÞH 321 í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd