
Simma ST 7,sem er hér að koma að bryggju á Drangsnesi sumarið 2018 hét upphaflega Esjar SH 75. Báturinn var smíðaður hjá Mánavör hf. á Skagaströnd árið 1988.
Esjar var gerður út frá Rifi í um tíu ár en þá seldur á Akranes þar sem hann fékk nafnið Hrólfur AK 29.
Árið 2007 fékk báturinn nafnið Óli Færeyingur SH 71 með heimahöfn á Rifi en sama ár er báturinn kominn til Keflavíkur.
Þar fékk hann nafnið Sunna Líf KE 7,, síðar 71 en árið 2008 er hann seldur norður á Strandir þar sem hann fékk nafnið Simma ST 7 með heimahöfn á Drangsnesi.
Eigandi Simmu, sem er 11,23 brl. að stærð, er Útgerðafélagið Borg ehf.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution