
Brim hf. hefur keypt frystitogarann Tuukkaq frá Grænlandi, af Tuukkaq Trawl AS sem er hlutdeildarfélag Royal Greenland AS.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Brims.
Tuukkaq var smíðaður árið 2001 í Noregi og er 66,4 metra langur og 14,6 metra breiður. Áætlað er að skipið fari til veiða í september undir nafninu Þerney RE-3. Í framhaldinu verður frystitoginn Örfirisey RE-4 seldur.
Togarinn hét áður Tuuggalik en vék fyrir nýjum og glæsilegum frystitogara sem smíðaður var á Spáni og afhentur í vor.
Upphaflega hét togarinn Hopen og var með heimahöfn í Álasundi í Noregi.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.