Seaborn Ovation á Skjálfanda

IMO 9764958. Seaborn Ovation . Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Skemmtiferðaskipið Seaburn Ovation kom snemma í morgun inn á Skjálfanda og lagðist við ankeri skammt undan Húsavík þangað sem farþegar skipsins voru ferjaðir með skipsbátum.

Skipið, sem var smíðað árið 2018 í Genóa á Ítalíu, hélt síðan áfram ferð sinni síðdegis.

Seaborn Ovation er 41,865 GT að stærð, lengd þess er 210 metrar og breiddin 28 metrar.

Skipið siglir undir fána Bahamaseyja með heimahöfn í Nassau.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd