
Sólborg RE 27 á stími en myndina tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5.
Sólborg RE 27 var smíðuð hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1988. Hún hét áður Aja Aalu GR 2-258 og var gerð út frá Grænlandi, heimahöfnin Qaqortoq.
Sólborg RE 27 kom inn á íslenska skipaskrá í júlí á þessu ári, eigandi Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., sem gerir bátinn út til grálúðuveiða í net.
Báturinn er 29 metrar að lengd og mælist 465 BT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.