IMO 9375252.. Skógafoss ex Ice Bird. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Skógafoss lætur hér úr höfn á Húsavík í dag í rigningarsudda en hann var smíðaður árið 2007 og hét Ice Bird til ársins 2011. Hann er 130 metrar að lengd og 20,6 metra breiður. Mælist 7.545 GT að stærð. Heimahöfn hans er Saint John´s á … Halda áfram að lesa Skógafoss
Flokkur: Flutningaskip
Hansa Christiansoe er nýtt og glæsilegt skip
IMO 1031587.Hansa Christiansoe. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Flutningaskipið Hansa Christiansoe er á Húsavík í dag þar sem það losar saltfarm. Skipið er nýtt af nálinni, var afhent þýsku útgerðinni Leonhardt & Blumberg í aprílmánuði sl. frá skipasmíðastöðinni Jiangsu Dajin Heavy Industry Co Ltd í Kína. Hansa Christiansoe, sem siglir undir fána Portúgals með heimahöfn á … Halda áfram að lesa Hansa Christiansoe er nýtt og glæsilegt skip
Malik Arctica kom til Húsavíkur í morgun
IMO 9618135. Malik Arctica á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Flutningaskipið Malik Actica kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarði Skipið er í eigu Royal Arctic Line A/S á Grænlandi og var smíðað árið 2017. Það siglir undir dönskum fána með heimahöfn í Álaborg. Malik Arctica er 114,4 metrar að lengd, breidd skipsins … Halda áfram að lesa Malik Arctica kom til Húsavíkur í morgun
Breb Countess
IMO 9421166. Breb Countess ex Ubc Montego Bay. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Flutningaskipið Breb Countess hefur undanfarna daga legið undan landi við Keflavík og beðið vekefna. Skipið var smíðað árið 2009 hjá Huataiskipasmíðastöðinni í Nanjing í Kína og hét upphaflega Miamidiep. Síðar fékk það nafnið Ubc Montego bay en hefur borið núverandi nafn síðan … Halda áfram að lesa Breb Countess
Incra kom í gær
IMO 9195858. Incra ex Fluvius Taw. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Flutningaskipið Incra kom til Húsavíkur í gær með áburðarfarm. Skipið var smíðað árið 2000 og fór smíðin fram hjá Damenskipasmíðastöðinni í Hoogezand í Hollandi. Incra er 95,05 metrar að lengd, breidd skipsins er 13,5 metrar og það mælist 2,998 GT að stærð. Skipið siglir undir … Halda áfram að lesa Incra kom í gær
Hav Brim kom í morgun
IMO 9361756. Hav Brim ex Arklow Freedom. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Færeyska flutningaskipið Hav Brim kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum þar sem farmi þess verður skipað upp. Skipið var smíðað í Astilleros de Murueta skipasmíðastöðinni á Norður-Spáni árið 2008 og hét áður Arklow Freedom. Hav Brim er 89,95 metrar að lengd, … Halda áfram að lesa Hav Brim kom í morgun
Olíuskipið Keilir
2946. Keilir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Olíuskipið Keilir er hér á ferðinni um Sundin á öðrum degi páska en hann er í eigu Olíudreifingar. Keilir var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og kom til landsins í febrúarmánuði árið 2019. Keilir, sem leysti Laugarnes af hólmi í olíuflutningunum, siglir undir íslensku flaggi og er 496 … Halda áfram að lesa Olíuskipið Keilir
Lista kom til Þorlákshafnar í gær
IMO 9503627. Lista ex Eurocargo Catania. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Flutningaskipið Lista kom til Þorlákshafnar í gærmorgun og tók Jón Steinar þessar myndir við það tækifæri. Svo segir á síðu ljósmyndarans Báta og bryggjubrölti: Smyril Line tók Lista á leigu eftir að skip þeirra Glyvursnes skemmdist af völdum eldsvoða í byrjun janúar. Það kemur til … Halda áfram að lesa Lista kom til Þorlákshafnar í gær
Misje Verde á Húsavik
IMO 9927433. Misje Verde. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Flutningaskipið Misje Verde er í höfn á Húsavíkur þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka. Misje Verde var smíðað á Sri Lanka árið 2023 og siglir undir norsku flaggi. Heimahöfn skipsins er Bergen. Skipið er 89,5 metra langt, breidd þess er 15,4 metrar … Halda áfram að lesa Misje Verde á Húsavik
Dintelborg kom til Húsavíkur í dag
IMO 9163685. Dintelborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hollenska flutningaskipið Dintelborg kom til Húsavíkur í dag með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka. Skipið var smíða hjá Van Diepen Shipyard í Waterhuizen í Hollandi árið 1999 og er 6,235 GT að stærð. Skipið er 133 metra langt og breidd þess er 14 metrar. Skipið hét upphaflega Dintelborg en árin … Halda áfram að lesa Dintelborg kom til Húsavíkur í dag









