Sigurbára VE 249

525. Sigurbára VE 249 ex Hafliði VE 13. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Sigurbára VE 249 hét upphaflega Freyja II ÍS 401 og var 38 brl. að stærð, smíðuð á Ísafirði árið 1954.

Báturinn var smíðaður fyrir Fiskiðjuna Freyju hf. á Suðureyri við Súgandafjörð og þaðan var báturinn gerður út til ársins 1963.

Þá var hann seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Hafliði VE 13. Það nafn bar báturinn til ársins 1988 en þá fékk nafnið Sigurbára VE 249.

Ári síðar varð báturinn Sigurbára II VE 248 en árið 1991 var hann talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd