
Jón Steinar tók þessar myndir í dag en þær sýna Jón Ásbjörnsson RE 777 þar sem hann var draga línuna um tvær mílur úti fyrir Stokkseyri.
Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni Víkingur 1200.
Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Vigur ehf. á Hornafirði og hét Ragnar SF 550 til ársins 2013. Það ár var báturinn seldur Fiskkaup hf. í Reykjavík sem gaf honum nafnið Jón Ásbjörnsson RE 777.






Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.