Geir Goði GK 220

242. Geir Goði GK 220 ex Sæunn GK 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Geir Goði GK 220 var smíðaður í Marstrands Mek. Verksted A/B í Marstrand í Svíþjóð árið 1963.

Báturinn hét upphaflega Guðbjörg GK 220 en árið 1970 fékk hann nafnið Sæunn GK 220 og sex árum síðar nafnið Geir Goði GK 220.

Geir Goði var seldur til Finnlands árið 1996 þar sem hann hélt nafninu og fékk númerið FIN 116K.

Árið 1998 varð mannbjörg eftir að báturinn sökk í miklu óveðri í Eystrasalti, ekki langt frá þeim stað þar sem ferjan Estonia sökk árið 1994. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd