
Rækjutogarinn Brimir ÞH 10 kemur hér að landi á Húsavík um árið en hann var 34,75 metrar að lengd, smíðaður í Danmörku 1979.
Togarinn var smíðaður fyrir Grænlendinga og hét upphaflega hét Nataarnaq og síðar Niisa.
Árið 1991 var togarinn keyptur til Íslands og kom til Ísafjarðar á jóladag það ár. Hann fékk nafnið Guðmundur Guðjónsson ÍS 205 með heimahöfn á Brjánslæk.
Haukur Sigtryggur sendi miða:
2155….Guðmundur Guðjóns. BA 205…TF-DS. IMO: 7823968. Skipasmíðastöð: ? Fredrikshafn. Danmörk. 1979. 1993 = BRL: 225,0. BT: 170,0. NT: 94,0. ML: 34,75. SL: 30,34. B: 7,70. D: 6,20. Mótor 1979 Grenaa 900 hö. Nataarnaq I. Útg: ? Grænlandi. (1979- ). Niisa. Útg: ? Grænlandi. ( -1991).
Seldur til Íslands 03.12.1991. Guðmundur Guðjónsson BA 205. Útg: Barðstrendingur h.f. Bránslæk. (1991 – 1994). Brimir SU 383. Útg: Barðstrendingur h.f. Hnífsdal. (1994). Brimir SU 383. Útg: Sigurnes h.f. Reykjavík. (1994 – 1997). Sléttunúpur ÞH 273. Útg: Jökull h.f. Raufarhöfn. (1997 – 1998). Brimir ÞH 10. Útg: Sigurnes h.f. Reykjavík. (1998 – 1999).
Seldur úr landi – tekinn af skrá 05.08.1999. Hurlabas M-66-H. Útg: ? Álasundi. Noregi. (1999 – 2004). Seldur í brotajárn 2004.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.