
Núpur ÞH 201 var smíðaður árið 1975 hjá Bátaverkstæði Birgirs Þórhallssonar á Akureyri og var 5,36 brl. að stærð.
Upphaflega hét báturinn Unnur EA 35 og var smíðaður fyrir Harald Jóhannsson í Grímsey.
Árið 1979 fékk hann nafnið Nunni EA 87 og 1981 varð báturinn EA 187.
Síðar sama ár var báturinn keyptur til Húsavíkur þar sem hann fékk nafnið Núpur ÞH 201 sem hann bar til ársins 1994.
Þá fékk hann nafnið Fleygur ÞH 301 sem breyttist í ÞH 201 árið 2000 og haustið 2001 var báturinn tekinn af skipaskrá.
Þessi 26 ár sem báturinn var á skipaskrá átti hann einungis heimahafnir í Grímsey og Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution