Guðbjörg GK 9

3020. Guðbjörg GK 9. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Guðbjörg GK 9 kom til Grindavíkur úr sínum fyrsta róðri í dag og tók Jón Steinar þessa myndaseríu af bátnum sem er í eigu Stakkavíkur.

Báturinn, sem smíðaður var í Tyrklandi, kom með flutningaskipi til landsins haustið 2023 en lokafrágangur fór fram hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Guðbjörg GK 9 er 13 metra löng og 5,5 metra breið, smíðuð úr stáli og áli en skrokkur bátsins er úr stáli neðan millidekks og ofan þess er smíðin öll úr áli.

Það var Ráðgarður Skiparáðgjöf sem hannaði bátinn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd