
Trefjar í Hafnarfirði afhentu á dögunum nýjan Cleopatra bát til Norður-Uist eyju í Skotlandi en Uist eyjar er hluti af Suðureyjaklasanum nv. af Skotlandi.
Eigandi og skipstjóri bátsins er Iain MacDonald en báturinn. sem er er af gerðinni Cleopatra 40, hefur fengið nafnið Two Daughters.
Að sögn eigandans verður báturinn gerður út frá Norður Uist allt árið og hann hefur þegar hafið veiðar.
Aðalvélin er FPT C13 tengd við ZF 325IV gír. Rafstöð er af gerðinni Nanni 9kW.
Siglingatæki eru frá Furuno/MaxSea/Simrad.
Báturinn er með vökvadrifinni bógskrúfu sem er tengdur við sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn með Seakeeper stöðugleikabúnaði sem dregur allt að 80% úr veltu. Til aukinna þæginda fyrir ahöfn.
Two Daughters er útbúinn fyrir gildruveiðar á Leturhumri og töskukrabba. Reiknað er með að báturinn afkasti 1000-1200 humargildrum á dag.
Lestin er útbúin með með sprinklerkerfi til að halda lífinu í aflanum um borð.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Það er pláss fyrir allt að 15 x 380 lítra kör í lestinni.
Í lúkar eru kojur fyrir þrjá til fjóra auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution