Óli Jó ÓF 14

1418. Óli Jó ÓF 14 ex Lundey SK 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Óli Jó ÓF 14 sem sést hér upp á kambi á Ólafsfirði hét upphaflega Ægir Adólfsson ÞH 99 og átti heimhöfn á Raufarhöfn.

Báturinn, sem var 8 brl. að stærð, var smíðaður af Baldri Halldórssyni á Hlíðarenda við Akureyri árið 1975.

Ægir Adólfsson ÞH 99 var gerður út frá Raufarhöfn í tíu ár en var þá seldur til Sauðárkróks þar sem hann fékk nafnið Lundey SK 10.

Árið 1989 fékk báturinn nafnið sem hann ber á myndinni, þ.e.a.s Óli Jó ÓF 14.

Eftir fimm ár á Ólafsfirði var báturinn skráður á Siglufirði og búið að stytta nafn hans úr Óla Jó í Óla SI 34.

Ári síðar er Óli kominn til Reykjavíkur og varð RE 93, 1996 heitir hann Óli K RE og 1999 fær hann nafnið Drangey RE.

Árið 2000 er Drangey orðin RE 34 og 2003 aftur Drangey RE og það nafn bar báturinn þegar hann var tekinn af skipaskrá sumarið 2008 með þeirri athugasemd að hann væri sagður ónýtur og hefði verið rifinn. Heimild aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd