Helgi GK 404

2195. Helgi GK 404 ex Ingólfur GK 148. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Helgi GK 404 var smíðaður á Stokkseyri árið 1992 og hét upphaflega Sæstjarnan RE 850.

Árið 2000 fékk báturinn, sem er tæplega 7 brl. að stærð, nafnið Ingólfur GK 148 en ári síðar það nafn sem hann ber á myndinni. Heimahöfnin var Sandgerði.

Tíu árum síðar fékk báturinn nafnið Valdimar SH 250 með heimahöfn á Grundarfirði.

Árið 2022 fékk báturinn nafnið Valdi SH 251 en árið 2023 var hann seldur til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Ásrún SH 37.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd