
Þórunn RE 66 hét upphaflega Svalan EA 156 og var smíðuð árið 1961 af Jóni Gíslasyni skipasmið á Akureyri.
Svalan, sem var 8 brl. að stærð, bar síðan nöfnin Gæfa VE 50, Ósk SH 89, Katrín AK 11, Úði KÓ 12 og Úði HF10 áður en hún fékk nafnið Þórunn RE 66 árið 1983.
Báturinn fékk nafnið Hjalti SI 12 árið 1986 og það nafn bar hann er hann var brenndur og tekinn af skrá 23. júní 1994. (Heimild: aba.is)
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution