Emma Rós KE 16

1907. Emma Rós KE 16 ex Hraunsvík GK 75. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Netabáturinn Emma Rós KE 16 er hér á heimstími úr Garðsjónum í vikunni en hún er gerð út frá Keflavík.

Emma Rós hét áður Hraunsvík GK 75 en upphaflega hét báturinn Húni II F 18.

Báturinn var smíðaður í Svíþjóð var smíðaður í Svíþjóð 1984 en búið er að lengja hann, breikka, hækka þilfar, skipta um vél og brú síðan þá. Mælist hann 25,3 BT að stærð.

Eins og áður segir upphaflega Húni II SF 18 og síðar Gunnvör ÍS 53, Konráð SH 60 og Hraunsvík GK 75 en það nafn bar báturinn frá árinu 2007 og fram á þetta ár sem nú er að líða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd