
Dragnótabáturinn Eiður ÓF 13 kemur hér til hafnar á Húsavík vorið 2009 en upphaflega hét hann Valur RE 7.
Báturinn var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði og var afhentur frá stöðinni árið 1982. Hann var síðan lengdur og breikkaður árið 1996.
Árið 1989 fékk báturinn nafnið Særós RE 207 og síðar Egill BA 468, Ingibjörg SH 174, Dóra SH 345, Guðlaug SH 345 og árið 2006 Eiður EA 13. Ári síðar var Eiður orðinn ÓF 13.
Eiður ÓF 13 var seldur vestur á firði árið þar sem hann hélt nafninu en varð ÍS 126. Hét reyndar Guðbjörg II ÍS 126 í stuttan tíma en fékk aftur nafnið Eiður.
Árið 2017 fékk hann nafnið Bangsi BA 214 en ári síðar var báturinn aftur orðinn Eiður ÍS 126.
Eiður ÍS 126 var einn þeirra báta sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri þann 14. janúar og sökk í höfninni.
Honum var náð upp en afskráður í febrúar 2020 og síðar rifinn inn við Ísafjarðardjúp.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution