Hulda Björnsdóttir GK 11

3027. Hulda Björnsdóttir GK 11. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Jón Steinar tók þessar myndir í gær þegar ísfisktogararinn Hulda Björnsdóttir GK 11 kom til Grindavíkur í SSA 10-12 metravindi og rigningarsudda.

Aflinn var um 145 tonn sem fékkst fyrir austan land.

Hulda Björnsdóttir GK 11 var smíðuð árið 2024 hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Armon í Gijon á Spáni. Lengd hennar er 57,91 metrar og breiddin 13,59 metrar.

Það er útgerðarfélagið Ganti ehf í Grindavík sem á og gerir Huldu út.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd