Eivind VA-132

IMO 8619522. Eivind VA-132 ex Vestliner. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Nú birtist mynd af Færeyska línuskipinu Eivind VA-132 frá Sandavagi sem Vigfús Markússon tók um árið.

Eivind hét upphaflega Vestliner og var smíðaður í Noregi árið 1987, bar síðar nöfnin Atlantic Explorer, Lord Auckland, aftur Vestliner og Nordkappjenta.

Skipið var selt til Færeyja árið 2010 og fékk þá nafnið Eivind VA-132 með heimahöfn í Sandavagi.

Eivind er 42 metrar að lengd, níu metra breiður og mælis 646 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd