Harðbakur EA 3

Líkan af 85. Harðbak EA 3. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2025.

Þetta glæsilega líkan af síðutogaranum Harðbak EA 3 gerði Dalvíkingurinn Elvar Þór Antonsson og er það hið sjötta sem hann gerir af togurum ÚA.

Það eru fyrrum sjómenn af ÚA togurunum sem hafa staðið fyrir gerð þessara líkana eins og lesa má um hér.

Harðbakur EA 3 var smíðaður fyrir ÚA í Englandi árið 1950. Hann var seldur haustið 1979 til Skotlands þar sem hann fór í brotajárn.

Þá hafði hann legið við bryggju í um fjögur ár og var það Sólbakur EA 5 sem dró Harðbak til Skotlands en hann var á leið í söluferð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd