
Lómur HF 177 leggur hér upp í veiðiferð frá Húsavík umn árið. Hefur sennilega verið að landa þar rækju.
Lómur hét upphaflega Baldur EA 108 á íslenskri skipaskrá en þegar hann var keyptur til Dalvíkur 1981 af Upsaströnd hf. hét hann Glen Urquhart A-364 og hafði verið gerður út frá Aberdeen.
Togarinn, sem var tæpir 36 metrar að lengd, var smíðaður 1974 í Goole Shipbuilding & Repairing Co Ltd í Goole í Englandi og var smíðanúmer 579 frá þeirri stöð.
Hér má lesa nánar um sögu togarans hér á landi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution