Saxhamar SH 50

1028. Saxhamar SH 50 ex Sjöfn EA 142. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Saxhamar SH 50 kemur hér til hafnar á Rifi sem er hans heimahöfn.

Útnes ehf. á og gerir bátinn út sem hét upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík. 

Einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi. 

Síðar hét báturinn Sigurður Þoreifsson GK 10, því næst Sæljón SU 104, þá Sjöfn ÞH 142 og síðan Sjöfn EA 142 og loks Saxhamar SH 50.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd