Hansa Christiansoe er nýtt og glæsilegt skip

IMO 1031587.Hansa Christiansoe. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025.

Flutningaskipið Hansa Christiansoe er á Húsavík í dag þar sem það losar saltfarm.

Skipið er nýtt af nálinni, var afhent þýsku útgerðinni Leonhardt & Blumberg í aprílmánuði sl. frá skipasmíðastöðinni Jiangsu Dajin Heavy Industry Co Ltd í Kína.

Hansa Christiansoe, sem siglir undir fána Portúgals með heimahöfn á Madeira, er 98 metrar að lengd, breidd skipsins er 16 metrar og það mælist 4,487 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd