Nieuw Statendam á Skjálfanda

IMO 9767106. Nieuw Statendam. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025.

Farþegaskipið Nieuw Statendam kom í morgun og lagðist við ankeri fram undan Húsavík þaðan sem farþegarnir vorur ferjaðir í land á léttbátum skipsins.

Nieuw Statendam er sjö ára gamalt skip smíðað á Ítalíu.

Það siglir undir hollensku flaggi og heimahöfn þess er Rotterdam.

Skipið er 300 metrar að lengd, breidd þess er 35 metrar og það mælist 99,902 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd