Sólrún NS 26

900. Sórún NS 900 ex Dóri ÍS 252. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Sólrún NS 26 hét upphaflega Valur EA 712 og var smíðaður sem opinn súðbyrðingur á Siglufirði árið 1942.

Báturinn var smíðaður fyrir aðila á Dalvík og árið 1950 var hann dekkaður.

Tveim árum síðar fékk báturinn nafnið Níels Jónsson EA 712 með heimahöfn á Hauganesi.

Frá árinu 1958 hét báturinn Vísir EA 712 en árin 1973-1977 hét báturinn Þórarinn KE 26.

Árið 1977 fékk báturinn nafnið Hafrún ÍS 252 með heimahöfn í Bolungarvík og níu árum síðar fékk hann nafnið Dóri ÍS 252.

Árið 1987 var Dóri ÍS 252 skráður með heimahöfn á Ísafirði og ári síðar var hann seldur austur á Seyðisfjörð.

Frá árinu 1991 hét báturinn Sigurfari ll RE 16 og fimm árum síðar var hann tekinn af skipaskrá.

Heimild: aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd