
Skemmtiferðaskipið Le Champlaine kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Norðurgarði.
Le Champlaine var smíðað árið 2018 hjá Vard Group AS í Noregi, það er 131, 46 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það mælist 9,976 GT að stærð.
Le Champlaine, sem siglir undir frönskum fána, er skráð á Wallis og Fútúneyjum í Suður Kyrrahafi.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution