
Færeyska flutningaskipið Hav Brim kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum þar sem farmi þess verður skipað upp.
Skipið var smíðað í Astilleros de Murueta skipasmíðastöðinni á Norður-Spáni árið 2008 og hét áður Arklow Freedom.
Hav Brim er 89,95 metrar að lengd, breidd þess er 14,4 metrar og það mælist 2,998 GT að stærð.
Heimahöfn skipsins er í Runavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution