Guðfinnur KE 19

1371. Guðfinnur KE 19 ex Sturlaugur ÁR 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Guðfinnur KE 19 hét upphaflega Vingþór NS 341 og var smíðaður árið 1974 á Seyðisfirði af Vélsmiðjunni Stál.

Vingþór var gerður út frá Seyðisfirði til ársins 1980 en þá var hann seldur til Þorlákshafnar þar sem hann fékk nafnið Sturlaugur ÁR 7.

Árið 1982 fær hann nafnið Guðfinnur KE 19 og heimahöfn í Keflavík.

Guðfinnur gekk í gegnum miklar breytingar, hann var lengdur tvívegis, 1995 og 1997. Þilfarið var hækkað árið 1988 ásamt því að sett var á hann ný brú ofl.

Árið 2003 fékk báturinn nafnið Bergur Vigfús GK 100 með heimahöfn í Garði en það stóð stutt því sama ár fékk hann nafnið Guðrún HF 172.

Síðar bar hann nöfnin Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og að lokum Hannes Andrésson SH 737.

Báturinn var rifinn í slippnum í Njarðvík og afskráður af skipaskrá í janúarmánuði árið 2021.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd