
Rán KE 37 kemur hér tilhafnar í Njarðvík um árið en báturinn var 58 brl. að stærð.
Rán var smíðuð árið 1958 hjá Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði og bar einkennisstafin ÍS 51 og heimahöfnin var Hnífsdalur.
Átta árum síðar er báturinn kominn á Akranes þar sem hann var næstu tuttugu árin. Báturinn bar alla tíð nafnið Rán og á Akranesi varð hann AK 304 sem breyttist í AK 34 árið 1975.
Árið 1986 var seld til Keflavíkur þar sem hún varð KE 37 og 1988 varð heimahöfnin Patreksfjörður og Rán orðin BA 57.
Rán BA 57 var tekin af skipaskrá haustið 1988.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution