Hafborgin dregur netin á Eyjafirði

2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Jón Steinar náði þesum myndum af Hafborginni EA 152 þar sem hún var að draga netin á Eyjafirði.

Ljósmyndarinn skrifar svo síðu sinni Báta og bryggjurölt:

Hafborg var við netaveiðar inni á Eyjafirði í dag en hún stundar þessa dagana vísindaveiðar á vegum Hafró eða svokallað netarall.

Það var að sögn skipstjórans á Hafborgu frekar dræm veiði í dag. Skást var það í þessa trossu sem þeir voru að draga þegar undirritaður flaug drónanum yfir eða um 3 tonn. í sumar af hinum trossunum var aflinn allt niður í 10-15 fiska.

Aflinn eftir daginn var um 8 tonn. Veiðar sem þessar fara fram samkvæmt forskrift vísindamanna Hafró sem eru um borð og gera hinar ýmsu mælingar og hengja öll möguleg og ómöguleg mælitæki á netin til upplýsingaöflunar um hina ýmsu hluti.

Hafborg er smíðuð 2017 í Hvide Sande í Danmörku samkvæmt skráningu. Skrokkurinn var þó smíðaður í Szczecin í Póllandi og dreginn til Danmerkur hvar smíðin var fullkláruð. Hún er 25,95 metra löng og átta metra breið, búin til veiða með net og dragnót.

Hafborg kom til landsins í upphafi árs 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd