Kristján HF 100 á landleið

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Hér er Kristján HF 100 á landleið til Grindavíkur í gærkvöldi baðaður geislum kvöldsólarinnar en hann var að veiðum rétt austan við Grindavík.

Kristján HF 100 er yfirbyggður Cleopatra 46B beitningavélarbátur frá Trefjum sem var afhentur sumarið 2018. Báturinn er 14 metrar að lengd og mælist 30 brúttótonn. Útgerð Grunnur ehf.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd