Selfangarinn Havsel á Akureyri

IMO 7817256. Havsel F 169 A ex Meridian II. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025.

Norski selfangarinn Havsel F 169 A var á Akureyri í gær en samkvæmt AIS er hann nú á siglingu til Tromsø sem er hans heimahöfn.

Ég hef áður myndað bátinn í höfn á Akueyri og ef minnið svíkur ekki var það árið 2003,frekar en 4.

Havsel var smíðaður hjá Moen Slip í Kolveired í Noregi árið 1980 og hét upphaflega Arnt Angel. Árið 1992 fékk báturinn nafnið Meridian F 169 A en fimm árum síðar fékk hann núverandi nafn.

Báturinn er 300 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd