Lista kom til Þorlákshafnar í gær

IMO 9503627. Lista ex Eurocargo Catania. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Flutningaskipið Lista kom til Þorlákshafnar í gærmorgun og tók Jón Steinar þessar myndir við það tækifæri.

Svo segir á síðu ljósmyndarans Báta og bryggjubrölti:

Smyril Line tók Lista á leigu eftir að skip þeirra Glyvursnes skemmdist af völdum eldsvoða í byrjun janúar. 

Það kemur til með að vera í siglingum til Þorlákshafnar þar til ný skip sem eru í smíðum fyrir Smyril Line verða tilbúin en tvö ný skip eru í smíðum í Kína fyrir fyrirtækið. Áætlað er að skipin komi inn í flota Smyril Line á haustmánuðum 2026.

Lista er smíðað 2011 hjá Odense Staalskibsværft A/S í Danmörku og er svokallað ro ro skip en það kallast þau skip þar sem að allur farmur er keyrður eða dreginn til og frá borði.

Lista er 193 metrar á lengd og 26 metrar á breidd sem gerir það að stærsta skipi sem lagst hefur að bryggju í Þorlákshöfn.

Skipið, sem er 29,429 GT að stærð, siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valetta.

IMO 9503627. Lista ex Eurocargo Catania. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd