Tjaldur BA 68

5668. Tjaldur BA 68 ex Guðný HF 68. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Tjaldur BA 68 hét upphaflega Sigursæll RE 219 og var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1955.

Árið 1967 var Sigursæll, sem er 5,38 brl. að stærð, kominn vestur í Reykhólasveit og varð BA 219.

Árin 1969 til 1977 var Sigursæll ÁR 47 með heimahöfn í Þorlákshöfn en 1977 fékk hann nafnið Fengur RE 51. .

Árið 1979 fékk báturinn nafnið Guðný HF 68 með heimahöfn í Hafnarfirði.

Frá árinu 1980 hefur báturinn heitið Tjaldur BA 68 með heimahöfn á Brjánslæk á Barðaströnd en þar var myndin tekin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd