
Skoska uppsjávarveiðiskipið Pathway PD 165 frá Peterhead kom til löndunar í Vestmannaeyjum í morgun en skipið var með um 2000 tonn af kolmuna.
Eins og komið hefur fram á síðunni hefur Ísfélagið hf. fest kaup á skipinu sem verður afhent núna í maí.
Seljandi er Lunar Fishing Company Limited en Pathway var smíðað hjá Karstensen skipasmíðastöðinni í Skagen árið 2017.
Skipið er 78 metra langt og 15,5 metra breitt og eru kaupin liður í endurnýjun á skipaflota Ísfélagsins.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution