Frosti ÞH 229

2067. Frosti ÞH 229 ex Jóhann Gíslason ÁR 42. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd var tekin þegar Frosti ÞH 229 var í prufusiglingu eftir breytingar í Slippstöðinni á Akureyri.

Frosti hét upphaflega Jóhann Gíslason ÁR 42 og var smíðaður í Póllandi árið 1990. Frosti ehf. keypti hann árið 1995 og nefndi Frosta ÞH 229.

Frosti ÞH 229 var seldur til Kanada árið 2012 þar sem hann fékk nafnið Northern Alliance með heimahöfn í Vancouver. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd