
Kópur ÁR 9 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn um árið en hann hét upphaflega Skálafell ÁR 20 á íslenskri skipaskrá.
Báturinn var keyptur til landsins frá Noregi árið 1971, þá þriggja ára.
Hann átti eftir að bera nöfnin Hegri KE 107 og Heimir KE 77 áður en hann varð Kópur ÁR 9.
Síðar fékk báturinn nöfnin Ársæll SH 88, Grótta HF 35 og síðar RE 26.
Í marsmánuði 1998 kom báturinn, sem þá hét Grótta RE 26, úr miklum breytingum sem framkvæmdar voru í Póllandi og mátti í raun segja að um nýtt skip væriað ræða.
Árið 2002 fær báturinn nafnið Leifur Halldórsson SH 217 og tveimum árum síðar er hann orðinn Draupnir ÁR 21 sem var hans síðasta nafn.
Seldur til Rússlands árið 2007 þar sem hann varð Draupnir M-0421 með heimahöfn í Murmansk. Fór í brotajárn árið 2011.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution