
Hildur SH 777 sem Hraðfrystihús Hellisands keypti frá Danmörku fyrir skömmu kom til hafnar á Rifi í gær.
Báturinn hefur verið undanfarna daga í Hafnafirði þar sem unnið var að lagfæringum.
Báturinn, sem áður hét Pia Glanz, var smíðaður í Vestværftet i Hvidesand í Danmörku árið 2019 og er útbúinn til dragnóta- og togveiða.
Hildur SH 777 er 33,25 metrar að lengd, 9,4 metrar að breidd. Aðalvél bátsins er 750 KW Mitsubishi og þá eru vær John Deere ljósavélar í honum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution