Sturla seld til Grundarfjarðar

2444. Sturla GK 12 ex ex Smáey VE 444. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Fram kemur á vef Skessuhorns í dag að fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði hafi fest kaup á Sturlu GK 12.

Þar segir jafnframt Sturla, sem mun leysa Hring SH 153 af hólmi, farir í slipp eftir helgina og eru kaupin gerð með fyrirvara um að það standist allsherjar skoðun.

Þorbjörn hf. keypti skipið til Grindavíkur frá Vestmannaeyjum árið 2020. og gaf því nafnið Sturla.

Skipið var smíða í Póllandi árið 2007 fyrir Berg-Huginn ehf. og fékk nafnið Vestmannaey VE 444 en Eftir að ný Vestmannaey VE 54 kom til landsins sumarið 2019 fékk skipið nafnið Smáey VE 444.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution





Færðu inn athugasemd